Fara í efni

Mælaborð um fiskverð

Opna í nýjum glugga 

Gögnin ná aftur til ársins 2010 og eru uppfærð mánaðarlega.

Upplýsingar um fiskverð eru byggðar á upplýsingum frá fiskkaupendum. Upplýsingarnar eru uppfærðar einu sinni í mánuði, u.þ.b. einum og hálfum mánuði eftir lok hvers tímabils.
Einungis eru notaðar tölur um bein kaup innlendra fiskverkenda og sölu á innlendum fiskmörkuðum. Sölur erlendis teljast því ekki með, hvort heldur þær eru beinar eða í gámum. Afli frystiskipa og annarra vinnsluskipa er heldur ekki meðtalinn, nema afli rækjufrystiskipa sem landa afla til endurvinnslu innanlands.
Upplýsingarnar taka aðeins til kvótabundinna tegunda. Rétt er að geta þess, að botnfisk-, rækju- og síldarafli veiddur utan íslenskrar fiskveiðilögsögu kemur ekki inn í þessar tölur.
Upplýsingar um skiptingu afla í stærðar- og/eða gæðaflokka eru ekki til.