Fara í efni

Nýtt viðmiðunarverð 3. júlí 2014

Nýtt viðmiðunarverð 3. júlí 2014

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (LÍÚ, LS), sem haldinn var 3. júlí 2014 var ákveðið að hækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á slægðri ýsu um 3% og lækka viðmiðunarverð karfa um 5%. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 3. júlí 2014. Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. l. nr. 13/1998. Frekari upplýsingar er að finna undir eldri verð.