Fara í efni

Um stofnunina

Verðlagsstofa skiptaverðs er staðsett á Akureyri og heyrir undir matvælaráðuneyti. Hlutverk stofnunarinnar er að fylgjast með fiskverði og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna, eins og nánar er tilgreint í lögum nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.

Helstu verkefni:
  • Að stuðla að því að markmið samtaka útvegsmanna og sjómanna varðandi verðlagningu á fiski nái fram að ganga.
  • Að afla ítarlegra gagna um fiskverð og birta upplýsingar þannig að þær gagnist útvegsmönnum, sjómönnum og fiskkaupendum sem best.
  • Að taka á móti samningum um fiskverð sem gerðir eru milli útgerða og áhafna skipa.
  • Að fylgjast með því að við uppgjör á aflahlut áhafna sé söluverðmæti afla lagt til grundvallar á réttmætan hátt, með athugun einstakra mála og úrtakskönnunum.
  • Að fylgjast með fiskverði við uppgjör á aflahlut og vísa málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna, telji stofan fiskverðið víkja í verulegum atriðum frá því sem algengast er.
  • Að annast upplýsingaöflun og skrifstofuhald fyrir úrskurðarnefnd.
 Almennar upplýsingar:

Verðlagsstofa skiptaverðs
Kt. 550698-2429
Heimilisfang: Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri
Netfang: verdlagsstofa [hjá] verdlagsstofa.is
Sími: 461 4480
Bréfasími: 461 4483

Afgreiðslutími:

9:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga
9:00-14:00 föstudaga